Fjórða leik úrslitaeinvígis 1. deildar karla er nýlokið með útisigri Fjölnis á Hamri. Sigurinn þýðir að staðan í einvíginu er 3-1 fyrir Fjölni sem tryggir sér þar með sigur í einvíginu.
Fjölnir tók framúr Hamri að alvöru í þriðja leikhluta og leit liðið aldrei til baka eftir það. Niðurstaðan öruggur Fjölnissigur og fagnaðarlætin innileg þegar ljóst var að liðið er á leið í Dominos deild karla á næsta tímabili.
Fjölnir lék síðast í efstu deild árið 2015 og verið nálægt því síðustu ár að endurheimta sætið. Það hefur ekki tekist fyrr en nú fjórum árum síðar og eru Fjölnismenn vel að því komnir.
Nánari umfjöllun og viðtöl eru væntanleg á Körfuna.
Úrslit kvöldsins:
Fyrsta deild karla