spot_img
HomeFréttirFjölnir hóf veturinn með sigri í Lengjubikarnum

Fjölnir hóf veturinn með sigri í Lengjubikarnum

Fimm leikir fóru fram í Lengjubikar karla í kvöld. Fjölnir hóf árið með sigri á Þór Akureyri í Dalhúsum, 85-72. Colin Pryor leiddi Fjölni með 22 og Ragnar Helgi Friðriksson leiddi Þór með 21 stig. Tryggvi Snær lauk leik með 6 varin skot.

 

ÍR sigraði Val í Hertz hellinum, 81-62. Kristján Pétur Andrésson leiddi ÍR-inga með 15 stig en Illugi Auðunsson var stigahæstur Vals með 18.

 

Tindastóll sigraði Skallagrím auðveldlega með 20 stigum, 86-106 en sprettur Stólanna í seinni hálfleik gerði út um leikinn. Darrel Lewis skoraði 17 stig fyrir Stólanna en Sigtryggur Arnar Björsson skoraði 26 fyrir Skallana.

 

Snæfell gjörsigraði Ármann í Kennaraháskólanum 75-120 og skoraði Sherrell Nigel Wright 30 stig og tók 8 fráköst fyrir Snæfell en Guðni Sumarliðason skoraði 17 stig og tók 6 fráköst fyrir Ármann.

 

Þór Þorlákshöfn hafði öruggan sigur á Hamri í Hveragerði, 65-100. Ragnar Bragason skoraði 21 stig fyrir Þór Þorlákshöfn en Oddur Ólafsson leiddi Hamar með 26.

 

*LEIÐRÉTT* Áður var sagt í fréttinni að Þór Akureyri hafi sigrað leikinn gegn Fjölni en það er rangt og leiðréttist hér með.

 

Mynd: Róbert Sigurðsson var með 12 stig og 8 stoðsendingar í leik kvöldins gegn Þór Akureyri. (Bára Dröfn)

Fréttir
- Auglýsing -