spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaFjölnir fékk 21 stigs skell fyrir vestan

Fjölnir fékk 21 stigs skell fyrir vestan

Vestri gerði sér lítið fyrir og skellti Fjölni á Jakanum í 1. deild karla í kvöld en lokatölur urðu 88-67 fyrir heimamenn.

Eftir að hafa verið undir, 12-17, eftir fyrsta leikhluta þá tók Vestri öll völd í öðrum leikhluta sem þeir rúlluðu upp 31-13. Marques Oliver fékk sína fjórðu villu þegar rúmlega 3 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og munaði um minna fyrir Fjölni.

Heimamenn héldu áfram að bæta við forustuna í seinni hálfleik og unnu að lokum eins og fyrr segir öruggan 21 stigs sigur.

Helstu stigaskorarar
Jure Gunjina var stigahæstur hjá Vestra með 26 stig ásamt því að taka 14 fráköst. Vestfjarðartröllið Nemanja Knezevic var með enn eina tröllatvennuna en hann skoraði 22 stig og tók 21 frákast. Nebojsa Knezevic bætti svo við 18 stigum og 9 stoðsendingum.

Srdan Stojanovic var stigahæstur hjá Fjölni með 20 stig en Róbert Sigurðsson skoraði 18 og Marques Oliver kom næstur með 9 stig en fyrir leikinn var hann með 35,3 stig að meðaltali í leik.

Tölfræði leiksins

Fréttir
- Auglýsing -