spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaFjölnir bar sigurorð af Þór

Fjölnir bar sigurorð af Þór

Þór 46 – Fjölnir 52

Íþróttahöllin á Akureyri 1. deild kvenna í körfubolta: Þór – Fjölnir.

Fyrri hálfleikur einkenndist af frosnum skothöndum fram eftir fyrsta leikhluta en eftir það voru gestirnir sem bræddu ísinn af fyrr og náðu forystu sem Þór átti í vandræðum með að minnka uns hálfleikurinn var alveg að renna sitt skeið en þá kom góður kafli sem hefði þurft að koma fyrr.

Staðan í hálfleik er 31 – 24 fyrir gestina.

Seinni hálfleikur hófst rétt eins og sá fyrri, leikmenn fundu góð færi en mistókst að koma boltanum ofan í körfuna.2 mínútur og 35 sekúndur liðu þar til fyrstu stig hálfleiksins litu dagsins ljós og þau voru heimamanna en gestirnir svöruðu jafnharðan.

Þegar 4 mínútur eru eftir af 3ja leikhluta er staðan enn gestunum í vil eða 37 -30. Þannig að það er lítið að gerast þessar mínútur. Lítið skorað þrátt fyrir góð færi.

Það lið sem verður á undan að girða sig í brók hirðir þessi tvö stig sem eru í boði.

Hvorugt liðið fór í það að hirða þennan möguleika þvi á þessum 4 mínútum voru aðeins skoruð 3 stig en þau voru Grafarvogsmegin. Staðan eftir 3ja leikhluta því 30 – 40, 15 stig í leikhlutanum.

Í fjórða leikhluta hélt sama áfram að vera uppi á teningnum. Tæpar 2 mínútur tók að koma boltanum ofan í og enn voru það bláir og gulir gestir sem sáu um stigaskorunina en fyrstu stigin voru þeirra. Það er samt alls ekki þannig að heimastúlkur nái sér ekki í góð skotfæri. Urmull af góðum og mjög góðum skotfærum hefur farið forgörðum. Það er erfitt að vinna leiki ef hringurinn verður alltaf þrengri og þrengri.

Um miðjan síðasta leikhluta fóru Þórsarar loksin að hitta og settu niður 5 stig en gestirnir ætluðu ekki að gefa neitt og svöruðu með þremur. Staðan þegar fjórar mínútur voru eftir 35 – 47 Fjölni í vil. Þristur frá hvoru liði hélt muninum í 12 stigum en smá von hafði vaknað hjá heimamönnum sem voru á undan að setja sinn þrist.

Það er alveg spurning um að setja unga og ferska leikmenn inn á sem geta fengið góða reynslu fyrr inn á en þegar örfáar sekúndur eru eftir og nokkuð ljóst hvernig leikurinn fer.

Lokastig leikhlutans voru heima og komu þær muninum í 6 stig 46 – 52.

Hafi fyrri hálfleikur verið leikur glataðra færa þá sló seinni hálfleikurinn hann út því þar fóru fleiri færi forgörðum og stigin í við færri.

Stig Þórs í kvöld: Sylvía Rún 17 stig 17 fráköst og 6 stoðsendingar, Rut Herner 10 stig 7 fráköst og 5 stoðsendingar, Hrefna Ottósdóttir 8 stig og 9 fráköst, Ásgerður Jana 7 stig og 11 fráköst, Karen Lind 3 stig og Særós Gunnlaugsdóttir 1.

Hjá Fjölni var Anna Ingunn með 12 stig, Berglind Karen og Fanney Ragnars 11 stig hvor, Margrét Ósk 5 stig og 10 fráköst, Erla Sif 5 stig, Fanndis María 4 og þær Margrét Eiríks og Anika LInda 2 stig hvor.

 

Texti Sigurður Freyr

Myndir: Palli Jóh

Fréttir
- Auglýsing -