Fyrsta deild karla fór á stað í kvöld og Dalhúsum mættu heimamenn Sindra frá Höfn, í Hornafirði.
Fjölnismenn byrjuðu af miklum krafti og náðu fljóta 8-11 stiga forskoti sem þér héldu allt til loka annars leikhluta en þá kom frábær endasprettur hjá Sindra sem skoraði síðustu 6 stig fyrir hálfleik og minnkuðu muninn í 49-44
Það voru síðan heimamenn sem komu miklu ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og áður en 3 mínútur voru liðnar var forystan komin í 17 stig. Fyrstu stig Sindra í seinni hálfleik komu ekki fyrr en eftir 5,30 min. Munurinn var mestur 21 stig, Fjölni í vil.
Í fjórða leikhluta tóku Sindramenn við sér og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Áhlaup þeirra kom samt og seint og vann Fjölnir með 8 stigum 101-93.
Atkvæðamestir í liði Fjölnis voru Viktor Máni með 30 stig og Lewis Diankulu með 22 stig.
Hjá Sindra var Lucas Antúnez með 22 stig og fyrrum Fjölnismaðurinn Sam Prescott með 14 stig. Juan Luis Navaro var með 14 fráköst.
Umfjöllun, myndir, viðtöl / Gunnar Jónatans