spot_img
HomeFréttirFjölnir áfram í Lýsingarbikar kvenna (Umfjöllun)

Fjölnir áfram í Lýsingarbikar kvenna (Umfjöllun)

23:06

{mosimage}

Hörkuleikur í Lýsingarbikar kvenna. Snæfellsstelpur efstar í 1. deildinni og Fjölnisstelpur í neðri hluta IE deildar kvenna. Hólmarinn góði Ágúst Jensson stjórnaði liði Fjölnis og er hverri fjöl kunnugur í húsinu. Fjölnir náði strax góðu forskoti og voru komnar í 25-10 í öðrum leikhluta. Snæfellsstelpur náðu fínum kafla seinni hluta leikhlutans og stríddu Fjölnisstelpum með hertri vörn og náðu aðeins að saxa á forskot Fjölnisstelpna sem stóðu sýna vakt og gáfu ekki eftir. Staðan í leikhlé var 24-38 fyrir Fjölni.

 

 

 

Athygli mína vakti villufjöldi um miðjan 3 leikhluta en þá var Snæfell með 7 á móti 15 hjá Fjölni. Snæfellsstelpurnar áttu erfitt með að elta og líkaði það ekki vel, fráköstuðu illa á tímabili og hittu einning illa á meðan Fjölnir voru sterkir í vörninni og en leikhlutinn nokkuð  jafn 9-9 og bæði lið að hitta illa. Staðan eftir 3.hluta 33-47 Fjölnisstelpum í vil.

{mosimage}

 

Elfa Emils og Gréta Grétars hjá Fjölni voru komnar í villuvandræði snemma í 4. hluta og einnig Alda Leif hjá Snæfelli allar með 4 villur og fékk Alda sína 5. þegar 5 mín voru eftir. Fjölnisstúlkur gáfu heldur ekkert eftir og erftitt var fyrir Snæfellinga að pikka upp þennan stigamun sem Fjölnir hafði náð sér í í fyrri hálfleik. En munurinn var um 15 stig +/- 3 stig heilt yfir. Helga Hjördís hjá Snæfelli átti sitt 3. stórfína blokk í lok hlutans stórskemmtilegt alveg. En munur Fjölnis of mikill þrátt fyrir góða baráttu Snæfells í lokin og leikurinn endaði með sigri Fjölnis 51-64 og fara þær áfram í Lýsingarbikar kvenna.

{mosimage}

Hjá Fölni var Slavica með 19 stig og Gréta með 13 stig en hjá Snæfell voru systurnar Gunnhildur og Berglind Gunnarsdætur með sín hvor 11 stig og Alda Leif 7 stig. 

{mosimage}

 {mosimage}

Texti og myndir: Símon B Hjaltalín

Fréttir
- Auglýsing -