spot_img
HomeFréttirFjöldaundirskriftir í Smáranum

Fjöldaundirskriftir í Smáranum

Leikmenn kvennaliðs Breiðabliks komu saman í Smáranum síðasta þriðjudag og skrifuðu undir samninga við félagið. Breiðablik teflir því fram nokkuð óbreyttu liði á komandi leiktíð í 1. deild kvenna og er mikill hugur innan félagsins að halda uppbyggingu kvennastarfins áfram en frá þessu er greint á heimasíðu Blika, Breiðablik.is.
 
Áhersla er lögð á líkamlega þáttinn í æfingaáætlun liðsins og það verður gert áfram. Eftir nokkra vikna hvíld hefjast æfingar nýju um miðjan maí undir stjórn Andra Þórs Kristinssonar og Guðmundar Daða Kristjánssonar. 
 
„Mikil lukka með þetta enda var kroppað talsvert í hópinn hjá okkur eftir síðasta leiktímabil. Okkur tókst þó að tvöfalda sigurfjöldann okkar frá því á fyrsta árinu og stefnum auðvitað á að endurtaka leikinn því næsta tímabil,“ sagði Andri Þór Kristinsson.
 
Blikar höfnuðu í 5. sæti í 1. deild kvenna á síðsta tímabili með 8 sigra og 8 tapleiki en eins og kunnugt er voru það Hamarskonur sem fóru upp og unnu sér sæti í Domino´s deild kvenna næsta tímabil.
  
Fréttir
- Auglýsing -