Breiðablik hafði betur gegn ÍA í æfingaleik í Smáranum í kvöld, 98-94, en bæði lið undirbúa sig þessa dagana fyrir upphaf fyrstu deildar karla sem hefst í næstu viku.
Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn nokkuð jafn og spennandi. Heimamenn voru þó með nokkuð þægilega forystu í hálfleik, 60-41, en Skagamenn komu sterkir til baka í upphafi seinni hálfleiksins og var leikurinn í járnum fram á lokamínúturnar.
Stigahæstir fyrir Blika í leiknum voru Aytor Alberto með 32 stig og Maalik Cartwright 16 stig. Fyrir ÍA var Srdan Stojanovic stigahæstur með 27 stig. Honum næstir voru Kinyon Hodges með 21 stig og Victor Bafutto með 18 stig.
Fréttir og tölfræði úr æfingaleikjum má senda á [email protected]