Átta liða úrslit fyrstu deildar karla halda áfram í kvöld með fjórum leikjum.
Fjögur lið geta með sigri í kvöld komist áfram í undanúrslitin, en Vestri, Hamar, Álftanes og Sindri unnu öll fyrstu leikina í einvígjum sínum. Í þessari fyrstu umferð úrslitakeppninnar þarf að vinna aðeins tvo leiki, en þegar að komið er í undan- og lokaúrslit verða þeir þrír sigrarnir sem liðin þurfa til þess að komast áfram og vinna.
Leikir dagsins
Fyrsta deild karla:
Fjölnir Vestri – 17:45
Skallagrímur Álftanes – kl. 19:15
Hrunamenn Hamar – kl. 19:15
Selfoss Sindri – kl. 19:15