spot_img
HomeFréttirFinnur: Vona að það verði betur mætt í næsta leik

Finnur: Vona að það verði betur mætt í næsta leik

Karfan.is náði tali af Finni Frey Stefánssyni, þjálfara KR eftir þriðja og síðasta leik liðsins við Grindavík í 8 liða úrslitum Domino’s deildar karla. Hann var að vonum ánægður með sigurinn og sérstaklega að ná að klára þetta á heimavelli.

 

“Við vildum klára þetta hérna heima og reyna að að klára þetta í sem fæstum leikjum. Þetta var bara fín frammistaða þó við hefðum ekki náð að komast á það flug sem við vildum en það sem við gerðum er nóg og við erum sáttir við þetta.

 

Fjórir leikmenn KR liðsins voru með yfir 10 stig í leiknum og fimm þeirra voru með tveggja stafa stigatölur í leiknum í Grindavík. Finnur benti samt á að framlag væri að koma af bekknum einnig.

 

“Bæði Bjössi og Snorri að fá fín færi sem þeir voru að nýta, sérstaklega Bjössi sem hann klárar á góðum degi. Þórir kom inn með krafti þannig að við erum með fínan hóp og góða breidd. Við hlökkum bara til að takast á við framhaldið.”

 

Einhver óska mótherji fyrir KR í undanúrslitunum?

 

“Nei, við eigum heimaleikjaréttinn og erum ánægðir með það. Undirbúum okkur bara fyrir næsta leik í DHL og ég vona innilega að það verði betur mætt.”

Fréttir
- Auglýsing -