Eins og Karfan hefur greint frá þá mun Helgi Magnússon dusta rykið af skónum og mæta til móts við lið KR og klára úrslitakeppnina þetta árið með liðinu. Liðið stendur í því að Brynjar er fingurbrotinn og Jón Arnór Stefánsson virðist vera einn stærsti segull á meiðsli þó víðar væri leitað. Nokkuð rökrétt hjá KR að leita til Helga þar sem aðstæður leyfa það.
Yngri bróðir Helga og fyrrum leikmaður KR skítur hinsvegar föstum skotum á sinn uppeldisklúbb með nýjasta tísti sínu á Twitter. "Elska panic mode hjá stórveldum" segir í tísti frá Finn og án þess að hafa það staðfest þá virðist hann vera að skjóta á sinn gamla klúbb og þá staðreynd að Helgi sé á leiðinni tilbaka að spila. Öllu þessi fylgir þó líklega góðlátt grín milli þessara þriggja (Finns, KR og Helga stóra bróður)
Elska panic mode hjá stórveldum
— Finnur Magnusson (@FinnurMagg) March 23, 2018