Dominos deild karla hefst í kvöld með fjórum leikjum. Líkt og áður er mikil spenna fyrir nýju tímabili en miklar breytingar hafa orðið á liðunum sem gerir spennuna jafnvel enn meiri fyrir þetta tímabil.
Karfan hitar upp fyrir tímabilið með því að fara yfir öll liðin og ræða við leikmann eða þjálfara liðsins. Næst er það Skallagrímur.
Skallagrímur
Borgnesingar eru aftur mættir í efstu deild eftir ársveru í 1. deild. Liðið hefur náð að bæta við sig leikmönnum en er spáð falli. Fjósið hefur verið gríðarlega sterkur heimavöllur og þarf að vera það áfram. Liðið er ungt og byggt á Borgnesingum sem verðu spennandi að fylgjast með.
Spá KKÍ: 11. sæti
Lokastaða á síðustu leiktíð: 1. sæti í 1. deild
Þjálfari liðsins: Finnur Jónsson
Leikmaður sem vert er að fylgjast með: Bjarni Guðmann Jónsson. Miðherjinn ungi hlaut verðskuldaða athygli fyrir frammistöðu sína fyrir tveimur árum og gæti tekið næsta skref á ferlinum í vetur. Baráttuhundur sem mun aldrei skila öðru en 100% orku á vellinum.
Komnir og farnir:
Komnir:
Björgvin Hafþór Ríkharðsson frá Tindastól
Bergþór Ægir Ríkharðsson frá Hetti
Davíð Ásgeirsson byrjaður aftur
Matej Buovac frá KK Zagreb í Króatíu
Aundre Jackson frá Loyola-Chicago (USA)
Farnir:
Darrell Flake til Snæfells
Aaron Parks til USA
Davíð Guðmundsson til Fjölnis
Hjalti Ásberg Þorleifsson til ÍA
Sumarliði Páll Sigurbergsson hættur
Þorgeir Þorsteinsson hættur
Atli Steinar Ingason hættur
Arnar Smári Björnsson til ÍA (Venslasamning)
Viðtal við Finn Jónsson um komandi tímabil:
Mynd: Ómar Örn Ragnarsson