spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaFinnur Freyr um komu Björns Kristjánssonar í Valsliðið ,,Hver veit nema hann...

Finnur Freyr um komu Björns Kristjánssonar í Valsliðið ,,Hver veit nema hann geti gefið okkur einhver móment þegar fram líða stundir”

Í kvöld lauk 17. umferðinni í Bónusdeild karla þegar Hattarmenn heimsóttu Valsmenn í N1 höllinni. Mikilvægur leikur fyrir bæði lið, Valsmenn að eltast við topp 4 og bara að vera í úrslitakeppninni yfir höfuð. Höttur er aftur á móti í bullandi fallbaráttu.

Gengi liðanna undanfarna leiki eru eins ólík og hægt er, Valsmenn hafa unnið síðustu 4 af síðustu 5 leikjum sínum  en Höttur tapað sínum. En leikurinn byrjaði nokkuð jafn, en eftir að Knezevic lét henda sér útaf með tvær tæknivillur, þá var þetta aldrei spurning. Valur vann örugglega 92-58.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Finn Frey Stefánsson þjálfara Vals eftir leik í N1 höllinni.

Fréttir
- Auglýsing -