spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaFinnur Freyr tekur við liði í Danmörku

Finnur Freyr tekur við liði í Danmörku

Danska úrvalsdeildarfélagið Horsens IC hafa gengið frá ráðningu á nýjum þjálfara fyrir komandi leiktíð. Þjálfarinn er Finnur Freyr Stefánsson aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins og fyrrum þjálfari KR.

Finnur sem gerði KR að meisturum fimm ár í röð hefur verið í hvíld frá meistaraflokks þjálfun frá því hann sagði starfi sínu lausu hjá KR fyrir ári síðan. Hann tekur nú við dönsku bikarmeisturnum af króatanum Arnel Dedic.

Horsens hefur verið meðal tveggja bestu liða í Danmörku síðustu ár og hefur til að mynda tapað úrslitaeinvíginu um titilinn þrjú ár í röð, öll árin gegn Bakken Bears.

Í samtali við mbl.is fyrr í dag sagði Finnur: „Það eru svona 2-3 vik­ur síðan að þetta kom upp og þar til að þetta var klárað. Það var haft sam­band við mig frá Hor­sens og eft­ir fyrsta sím­tal fann ég að það var mik­ill áhugi á að fá mig koma. Hvað mig varðar sner­ist þetta meira um þá ákvörðun hvort maður vildi flytja út með fjöl­skyld­una eða halda áfram heima, en um leið og við ákváðum að við vild­um fara út og prófa þetta þá gengu hlut­irn­ir ansi hratt fyr­ir sig,“

Fréttir
- Auglýsing -