spot_img
HomeFréttirFinnur Freyr tekur við karlaliði Vals "Ansi margir áratugir síðan að Valur...

Finnur Freyr tekur við karlaliði Vals “Ansi margir áratugir síðan að Valur fór í úrslitakeppnina”

Finnur Freyr Stefánsson var kynntur sem nýr þjálfari karlaliðs Vals í dag á blaðamannafundi í Fjósinu að Hlíðarenda.

Finnur hélt út til Danmerkur á síðasta tímabili til að þjálfa lið Horsens í úrvalsdeild karla þar áður en að heimsfaraldurinn skall á. Hann hafði þá leitt liðið til úrslita bikarsins í Danmörku. Hann sagði að það hefði verið glatað að þurfa að koma heim í ljósi aðstæðna en að hann væri ánægður með þá ákvörðun að taka við karlaliði Vals.

Áður en hann hélt út í það ævintýrir hafði Finnur þjálfað fyrir Val þegar hann var á Íslandi, en þá sem þjálfari yngri flokka þeirra. Hann ætti því að kannast aðeins við sig í Valsheimilinu. Valur hefur ekki komist í úrslitakeppni í þó nokkurn tíma en það heillar Finn að vera að einhverju leyti að byggja upp liðið og hann stefnir á verða betri þjálfari að tímabilinu loknu.

Þar áður var hann fimmfaldur Íslandsmeistari með karlaliði KR þar sem hann hóf þjálfaraferil sinn og vann öll árin sem að hann þjálfaði meistaraflokk karla hjá Vesturbæjarliðinu. Honum gekk svo vel að hann nældi sér í gælunafnið „Finnur sem allt vinnur“ sem Miðjan, stuðningslið KR, kyrjaði oftar en einu sinni á þeim árum.

Finnur er líka í landsliðsþjálfarateymi karla og er yfirþjálfari yngri landsliða Íslands. Hann hefur þar líka fengið að vinna með Pavel Ermolinskij og ber honum vel söguna. Finnur kvaðst hafa séð ástríðu og eld Pavels á seinasta leiktímabili og hann hlakki til að vinna aftur með einum uppáhalds leikmanni sínum.

Það er ljóst að Valur hefur náð sér í stóran bita með þessari ráðningu.

Viðtalið í heild sinni má finna hér fyrir neðan:

Finnur ræddi við Körfuna um hvernig hann sæi verkefnið að þjálfa karlalið Vals fyrir sér.
Fréttir
- Auglýsing -