spot_img
HomeFréttirFinnur Freyr í bann

Finnur Freyr í bann

 

Hinn sallarólegi (að öllu jöfnu) þjálfari meistara KR, Finnur Freyr Stefánsson hefur verið dæmdur í 1 leiks bann fyrir háttsemi sína í bikarleik gegn Fjölni nýverið. Finn var hent út úr húsi í 50 stiga sigri KR gegn Fjölni.  

 

Ágúst Angantýsson fékk svon einnig 1 leik í bann fyrir háttsemi sína í leik Stjörnunar og Grindavíkur nýverið. 

 

Hér að neðan má sjá úrskurði úr sex málum sem tekin voru fyrir í vikunni. 

 

Mál nr. 15/2016-2017:
Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga – og úrskurðarmál skal hinn kærði, Antanas Mazonas, leikmaður Stál -Úlfs, sæta 1 leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Stál-Úlfs og Þórs Þorlákshafnar í 3. deild meistarflokks karla, sem leikinn var 27. nóvember 2016.

Mál nr. 16/2016-2017:
Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga – og úrskurðarmál skal hinn kærði, Marius Vaisvilas, leikmaður Stál -Úlfs, sæta 1 leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Stál-Úlfs og Þórs Þorlákshafnar í 3. deild meistarflokks karla, sem leikinn var 27. nóvember 2016.

Mál nr. 17/2016-2017:
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga – og úrskurðarmál skal hinn kærði Magnús Þórðarson, leikmaður Vestra, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Fjölnis og Vestra í 1 deild meistaraflokks karla, sem leikinn var 27. nóvember 2016.

Mál nr. 18/2016-2017:
Með vísan til ákvæðis c. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga – og úrskurðarmál skal hinn kærði, Ágúst Angantýsson, leikmaður Stjörnunnar, sæta 1 leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik Stjörnunnar og Grindavíkur í meistaraflokki karla, sem leikinn var 1. desember 2016.

Mál nr. 19/2016-2017:                   
Með vísan til ákvæðis b. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga – og úrskurðarmál skal hinn kærði, Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, sæta 1 leiks banni vegna háttsemi sinnar í leik KR og Fjölnis í Maltbikarkeppni meistaraflokki karla, sem leikinn var 5. desember 2016.

Mál nr. 20/2016-2017:
Með vísan til ákvæðis a. liðar 1. mgr. 13. gr. reglugerðar um aga – og úrskurðarmál skal hinn kærði, Flenard Whitfield, leikmaður Skallagríms, sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Vals og Skallagríms í Maltbikarkeppni meistaraflokki karla, sem leikinn var 5. desember 2016.

 

Fréttir
- Auglýsing -