Norðurlandamóti undir 18 og 16 ára liða drengja og stúlkna lauk í gær í Kisakallio í Finnlandi. Niðurstöður liðanna á mótinu í heild voru ekki slæmar, þar sem að þrjú liðanna unnu til bronsverðlauna og eitt var í fimmta sæti. Séu leikir þeirra teknir saman unnust níu af tuttugu leikjum, eða rétt undir 50% sigurhlutfalli.
Með í för til Kisakallio þetta árið var yfirþjálfari yngri landsliða Finnur Freyr Stefánsson, en Karfan spjallaði við hann að móti loknu og ræddi við hann um mótið, markmið liða Íslands og hver munurinn á íslenskum körfubolta og þeim sem er spilaður á meginlandinu sé.