spot_img
HomeFréttirFinnland of stór biti fyrir Ísland

Finnland of stór biti fyrir Ísland

Undir 18 ára landslið stúlkna tapaði fyrr í dag gegn sterku liði Finnlands í B-deild Evrópumótsins, 109-50. Þetta var síðasti leikur Íslands í riðlakeppninni og endar liðið í 5 sæti C-riðils. 

 

Íslenska liðið lenti strax undir en munurinn á liðunum var ekki gríðarlegur í fyrri hálfleik. Finnar völtuðu svo algjörlega yfir Ísland í seinni hálfleik 59-14. Niðurstaðan því stórt tap fyrir Finnlandi, 109-50.

 

Hrund Skúladóttir var stigahæst hjá Íslandi með þrettán stig og bætti við það fimm stolnum boltum. Ástrós Lena Ægisdóttir átti einnig fínan leik og endaði með 9 stig. 

 

Tapið í dag þýðir að Ísland endar í næstneðsta sæti C-riðils og leikur því um sæti 17-24 á mótinu. Liðið sem endar í 24. sæti getur fallið í C-deild. Íslenska liðið fær frídag á morgun en mætir Albaníu á föstudag í fyrsta leik um 17.-24. sæti. Leikurinn hefst kl 11:30 að Íslenskum tíma. 

 

Tölfræði leiksins

 

Upptaka frá leiknum: 

Fréttir
- Auglýsing -