Íslenska U18 lið stúlkna lék í dag sinn síðasta leik á Norðurlandamóti yngri landsliða þegar liðið mætti Finnlandi. Óhætt er að segja að Ísland hafi hreinlega mætt ofjarli sínum í dag því Finnska liðið var ógnarsterkt og vann öruggan 76-48 sigur.
Gangur leiksins:
Það var ljóst alveg á upphafsmínútunum að íslenska liðið yrði í vandræðum með gríðarlega sterkt finnskt lið. Finnska liðið náði snemma góðri forystu og Íslandi gekk illa að komast í gegnum varnarleik Finnlands. Staðan í hálfleik 45-23 fyrir Finnlandi.
Ísland þurfti að nýta seinni hálfleikinn til að læra af og venjast því stigi se liðið mun leika á á evrópumótinu. Liðið gerði heilt yfir vel að halda haus og spila áfram á finnska liðið þó leikurinn væru í raun búinn snemma í seinni hálfleik. Lokastaðan 76-48 fyrir Finnlandi og fjórða sætið á mótinu því staðreynd fyrir Íslenska liðið.
Lykilleikmaður:
Ásta Júlía Grímsdóttir var líkt og svo oft áður öflugust stúlknanna. Hún endaði með 8 stig, 12 fráköst og 4 stolna bolta. Vert er að nefna innkomu Stefaníu Ólafsdóttur í leiknum sem setti góð skot og gaf mikið af sér þegar hún fékk tækifæri í dag.
Viðtöl eftir leik: