spot_img
HomeFréttirFinnar Norðurlandameistarar: Ísland mætir Noregi í dag

Finnar Norðurlandameistarar: Ísland mætir Noregi í dag

 
Í dag er síðasti leikur Íslands á NM 2011 á dagskrá en þá leikum við gegn Norðmönnum kl. 16.00 að íslenskum tíma. Leikurinn verður í beinni tölfræðilýsingu og hana verður hægt að nálgast á heimasíðu KKÍ.
Leikurinn sker úr um það hvort liðið hafnar í þriðja sæti á mótinu en bæði lið hafa sigrað Dani og því hreinn úrslitaleikur um bronsið. Verðlaunaafhending fer fram eftir leik Svía og Danmerkur sem hefst kl. 18.15 og þá verður einnig tilkynnt hvaða leikmenn eru í úrvalsliðið mótsins.
 
Í gær sigraði Finnland lið Svíþjóðar í seinni leik dagsins. Þar með var ljóst að Finnar unnu alla sína leiki og eru Norðurlandameistarar 2011. Þar sem Finnland þarf að ferðast heim í dag fengu þeir sigurverðlaunin afhent að leik loknum í gær.
 
Mynd/ www.kki.is Landsliðshópurinn í Sundsvall í Svíþjóð.
Fréttir
- Auglýsing -