spot_img
HomeFréttirFingurbrotin Hardy með stórleik gegn Grindavík

Fingurbrotin Hardy með stórleik gegn Grindavík

Í kvöld áttust við Grindavík og Njarðvík í Röstinni í Dominos deild kvenna. Njarðvík var búið að vinna einn leik gegn Fjölni og tapa einum gegn Haukum á meðan Grindavík var búið að tapa báðum sínum leikjum í deildinni á móti KR og Keflavík.
Leikur kvöldsins byrjaði rólega. Njarðvík skoraði fyrstu stig leiksins og héldu forystunni út leikhlutann þrátt fyrir það hélt Grindavík í við þær og voru Njarðvíkingar 7 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 12 – 19.
 
Í byrjun annars leikhluta áttu Njarðvíkingar gott ,,run” og komust yfir 16-27 en Grindavíkurstelpurnar gáfust ekki upp og náðu sér upp aftur og komu forystu Njarðvíkinga niður í 2 stig í enda leikhlutans 29 – 31.
 
Í hálfleik var Dellena Criner stigahæst fyrir heimamenn með 13 stig. Þar á eftir kom Helga Rut Hallgrímsdóttir með 6 stig, Petrúnella Skúladóttir 5 stig og Berglind Anna Magnúsdóttir 5 stig. Fyrir Njarðvíkur stelpurnar var Lele Hardy stigahæst með 12 stig og 8 fráköst en dreifðust hin stigin á þær stelpur sem höfðu komið við sögu í leiknum.
 
Þegar komið var í þriðja leikhluta hélt hann áfram á svipuðum nótum en Grindavíkurstelpurnar komust yfir þegar fjórar mínútur voru eftir af leikhlutanum 38 – 36. Þær voru yfir það sem eftir var af leikhlutanum en Njarðvík fylgdi fast á eftir. Þetta gerði það að verkum að meiri spenna varð í leiknum og virtust bæði lið ætla sér sigur.
 
Þegar kom í fjórða leikhluta hélt spennan áfram og liðin skiptust á að vera yfir þar til 2 mínútur voru eftir af leikhlutanum þá héldust Njarðvíkingar yfir þar til leiksloka. Leikurinn endaði 65 – 70 Njarðvíkingum í vil.
 
Fyrir Grindavík var Dellena Criner stigahæst með 19 stig, 6 fráköst og 6 stoðsendingar. Berglind Anna Magnúsdóttir var með 16 stig, Helga Rut Hallgrímsdóttir með 12 stig og 7 fráköst og Petrúnella Skúladóttir með 10 stig og 7 fráköst
 
Fyrir Njarðvík átti Lele Hardy stórkostlegan leik með 28 stig, 22 fráköst og 6 stoðsendingar.  Ína María Einarsdóttir kom næst með 11 stig og Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir og Eyrún Líf Sigurðardóttir voru báðar með 8 stig.
 
Skotin voru ekki að detta hjá liðunum í leiknum. Einnig var mikið um tapaða bolta en Njarðvík tapaði boltanum 21 sinni á meðan Grindavíkur stelpur töpuðum honum 11 sinnum. 
Mikill munur var að sjá á Grindavíkur stúlkum síðan í leiknum gegn Keflavík. Úthaldið virðist vera að koma hjá þeim öllum og virðist það vera rétt hjá Braga það sem hann sagði í viðtali við Karfan.is að þær eiga helling inni.
 
Mynd/ Úr safni – Lele Hardy fór mikinn í Njarðvíkurliðinu
 
Umfjöllun/ Jenný Óskarsdóttir
 
  
Fréttir
- Auglýsing -