spot_img
HomeFréttirFimmtu umferð lýkur í kvöld

Fimmtu umferð lýkur í kvöld

 
Fimmtu umferð í Iceland Express deild karla lýkur í kvöld með þremur leikjum sem allir hefjast kl. 19:15. Njarðvík og Stjarnan styrktu sig á toppi deildarinnar í gær með sigrum en það eru einu ósigruðu lið deildarinnar um þessar mundir.
Á Selfossi mætast FSu og Keflavík og Snæfell tekur á móti Fjölni í Stykkishólmi en FSu og Fjölnir eru einu lið deildarinnar sem ekki hafa unnið leik til þessa. Þriðji leikur kvöldsins er svo slagur Grindavíkur og Hamars í Röstinni í Grindavík.
Fréttir
- Auglýsing -