spot_img
HomeFréttirFimmtu umferð IE kvenna lýkur í kvöld

Fimmtu umferð IE kvenna lýkur í kvöld

 
Í kvöld lýkur fimmtu umferð í Iceland Express deild kvenna með þremur leikjum sem allir hefjast kl. 19:15. Í Njarðvík fer fram athyglisverð rimma þegar nýliðarnir í Ljónagryfjunni fá margfalda Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur í heimsókn en þetta er í fyrsta sinn síðan 9. febrúar 2005 sem liðin mætast í efstu deild.
Árið 2005 hafði Keflavík öruggan sigur gegn grönnum sínum 102-85 en eins og staðan er í dag er Keflavík eina lið deildarinnar án stiga og hefur það aldrei áður komið upp á teninginn hjá Keflavík síðan liðið kom upp í efstu deild. Njarðvíkingar hafa hinsvegar unnið einn leik í deildinni en þá lögðu þær sterkt lið Hamars.
 
Grindvíkingar fá Hamar í heimsókn í Röstina og Íslandsmeistarar Hauka taka á móti Val að Ásvöllum.
 
Fleiri leikir eru á dagskránni sem sjá má hér.
 
Fréttir
- Auglýsing -