spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaFimm stiga sigur heimakvenna í Þorlákshöfn

Fimm stiga sigur heimakvenna í Þorlákshöfn

Hamar/Þór hafði betur gegn Tindastóli í Þorlákshöfn í dag í Bónus deild kvenna, 77-72.

Liðin eru í B riðil deildarinnar, en eftir leikinn er Hamar/Þór í 3. sæti riðilsins (8. sæti í heild) með 14 stig á meðan Tindastóll er sigurleik fyrir ofan í 1.-2. sæti riðilsins (6. til 7. sæti í heild) með 16 stig líkt og Stjarnan.

Heimakonur í Hamri/Þór leiddu leik dagsins frá byrjun til enda, en gestirnir úr Tindastóli voru aldrei langt undan. Þannig var staðan jöfn eftir fyrsta leikhluta, 21-21, en þegar liðin héldu til búningeherbergja í hálfleik leiddu heimakonur með 6 stigum, 41-35.

Hamar/Þór heldur svo naum forskoti inn í þriðja leikhlutann, en fyrir lokaleikhlutann munar enn 6 stigum á liðunum, 67-61. Undir lokin gera heimakonur svo vel að halda út og vinna að lokum gífurlega sterkan sigur, 77-72.

Atkvæðamestar fyrir Tindastól í leiknum voru Edyta Ewa Falenzcyk með 22 stig, 8 fráköst og Ilze Jakobsone með 21 stig, 4 fráköst og 9 stoðsendingar.

Fyrir heimakonur var það Abby Beeman sem dró vagninn með 19 stigum, 9 fráköstum, 12 stoðsendingum og 5 stolnum boltum. Henni næst var Anna Soffía Lárusdóttir 14 stig og 7 fráköst.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -