11:57
{mosimage}
(Leikstjórnandinn efnilegi Ægir Þór er í æfingahópi Sigurðar)
Sigurður Ingimundarson þjálfari karlalandsliðs Íslands í körfuknattleik hefur valið fjóra nýliða til æfinga með íslenska landsliðinu fyrir síðari hlutann í B-deild Evrópukeppninnar sem fer fram í haust. Að þessu sinni eru fimm nýliðar í æfingahópnum en þeir eru Ómar Sævarsson, Rúnar Ingi Erlingsson, Ægir Þór Steinarsson, Haukur Helgi Pálsson og Ragnar Natanaelsson.
Íslenska karlalandsliðið leikur fjóra leiki í haust og þar af tvo á heimavelli. Ákveðið hefur verið að leika báða heimaleikina í Smáranum og einn kvennaleik af þrem að auki en laugardaginn 29. ágúst eru tveir landsleikir á dagskrá og því verður sannkallaður landsliðsdagur í Smáranum þann daginn.
Dagskrá A-landsliðs karla:
19. ágúst
Danmörk – Ísland
Álaborg, Danmörk
22. ágúst
Ísland – Holland
Smárinn, Kópavogi
26. ágúst
Svartfjallaland – Ísland
Podgorica, Svartfjallalandi
29. ágúst
Ísland · Austurríki
Smárinn, Kópavogi
Þeir leikmenn sem skipa æfingahópinn eru:
Fannar Ólafsson KR
31 árs · 74 landsleikir
Fannar Helgason Stjarnan
25 ára · 5 landsleikir
Pavel Ermolinski U.B. La Palma
22 ára · 10 landsleikir
Páll Axel Vilbergsson Grindavík
31 árs · 89 landsleikir
Þorleifur Ólafsson Grindavík
25 ára · 14 landsleikir
Sigurður Þorvaldsson Snæfell
29 ára · 47 landsleikir
Sigurður Þorsteinsson Keflavík
21 árs · 17 landsleikir
Hörður Axel Vilhjálmsson Keflavík
21 árs · 12 landsleikir
Jón Norðdal Hafsteinsson Keflavík
28 ára · 51 landsleikir
Logi Gunnarson Njarðvík
28 ára · 72 landsleikir
Magnús Þór Gunnarsson Njarðvík
28 ára · 69 landsleikir
Jóhann Ólafsson Njarðvík
23 ára · 12 landsleikir
Sveinbjörn Claessen ÍR
23 ára · 3 landsleikir
Jón Arnór Stefánsson Bennetton Treviso
27 ára · 46 landsleikir
Jakob Örn Sigurðarson Sundsvall Dragons
27 ára · 44 landsleikir
Hlynur Bæringsson Snæfell
27 ára · 46 landsleikir
Helgi Már Magnússon KR
27 ára · 58 landsleikir
Ómar Sævarsson Grindavík
27 ára · Nýliði
Rúnar Ingi Erlingsson Njarðvík
20 ára · Nýliði
Ægir Þór Steinarsson Fjölnir
18 ára · Nýliði
Haukur Helgi Pálsson Fjölnir
17 ára · Nýliði
Ragnar Natanaelson Hamar
18 ára · Nýliði
Þjálfari er Sigurður Ingimundarson, Solna Vikings.