Tindastólsmenn mættu í Frystikistuna í Hveragerði í kvöld, þeir mættu reyndar seinna en áætlað var, en seint koma sumir en koma þó. Leikurinn hófst því hálftíma seinna en áætlað var en hafði það þó enginn áhrif á leikinn. Tindastólsmenn hafa farið frábærlega af stað í deildinni og fyrir leikinn höfðu þeir unnið alla 4 leiki sína, Hamar hefur aftur á móti verið að spila undir getu og höfðu aðeins einn sigur fyrir leikinn. Leikurinn byrjaði eins og við mátti búast að Skagfirðingar höfðu eilítil undirtök en Hamarsmenn voru þó aldrei langt undan. Staðan eftir 4 mínútur 9-14. Örn Sigurðarson var hins vegar mættur aftur á völlinn í kvöld, en hann er ennþá að glíma við erfið meiðsli en lét hann mikið til sín taka og jafnaði hann leikinn í stöðunni 17-17. Hörkuleikur í gangi en staðan eftir fyrsta leikhluta 21-19 Hamri í vil.
Í öðrum leikhluta sýndu hins vegar Tindastólsmenn klærnar betur og voru komnir með 7 stiga forskot 26-33 þegar annar leikhluti var rétt um hálfnaður. Tindastólsmenn héldu síðan áfram að keyra á Hamarsliðið sem vantaði sjálfstraustið í sóknarleikinn og fóru Sauðkræklingar með 10 stiga forskot í hálfleik 31-41.
Síðari hálfleikur hófst svo líkt og sá fyrri endaði með því að Tindastóll jók forskotið hægt og bítandi. Fyrstu 3 mínútur leikhlutans fóru 12-4 fyrir Tindastól og staðan orðin 53-35. Þarna mátti sjá getu mun liðanna þrátt fyrir að leikur Hamarsmanna hafi lagast mikið frá síðustu leikjum. Tindastóll vann þriðja leikhlutan 29-20 og var staðan því ansi vænleg fyrir loka fjórðungin 51-70.
Síðasti leikhlutinn var þó með meira jafnvægi og virtust Hamarsmenn ekki ætla gefa tommu eftir þrátt fyrir að mikill munur var uppi á töflunni. Leikurinn spilaðist þó mikið á vítalínunni en Tindastóls menn fengu heil 42 vítaskot í leiknum og oft á köflum virtist miklu máli skipta hvort það væri Jón eða Séra Jón sem átti í hlut þegar brotið var. Villu staðan endaði 31-18 sem dæmi má nefna. Engu að síður voru það Tindastólsmenn sem sæktu fyllilega verðskuldað í sinn 5 sigur í röð og verður að segjast að þeir líti gríðarlega vel út, Loka tölur 73-94
Atkvæðamestur hjá Hamarsmönnum var Danero Thomas með 25 stig en næstur honum var Halldór Gunnar með 16 stig. Hjá Tindastól var Antoine Proctor með 21 stig og 9 fráköst og síðan kom Darrel Flake með 20 stig og 11 fráköst og Helgi Margeirsson setti niður 19 stig.
Umfjöllun/ Ívar Örn Guðjónsson
Mynd/ úr safni – Pétur Rúnar Birgisson gerði 19 stig í liði Tindastóls í kvöld.