Eftir örfáa daga hefst Dominos deildin en mikil spenna er fyrir komandi leiktíð enda miklar breytingar á deildinni.
Auk þess að nýjar reglur gefa liðum meiri möguleika á að sækja fleiri erlenda leikmenn þá skiptu margir leikmenn um félög í sumar.
Benedikt Guðmundsson þjálfari KR í Dominos deild kvenna deildi fimm hlutum á Twitter sem komu honum mest á óvart á leikmannamarkaðnum í sumar.
Twitterfærslu Benedikts má finna í heild sinni hér að neðan:
Leikmannamarkaðurinn í Dominosdeild karla var líflegur í sumar og var margt sem kom á óvart. Hérna er það óvæntasta að mati Benna penna. #korfubolti pic.twitter.com/g1uwFavgEH
— Benedikt Guðmundsson (@BenediktGumund1) September 30, 2018