Íslenska kvennalandsliðið lék á dögunum tvo leiki í undankeppni EuroBasket 2021 í sóttvarnarbúbblu FIBA í Grikklandi. Tapaði liðið báðum leikjum sínum, þeim fyrri gegn Slóveníu síðastliðinn fimmtudag og svo þeim seinni gegn Búlgaríu á laugardaginn.
Samkvæmt einkunnakerfi hefur FIBA gefið frammistöðu liðsins C+ í einkunn, en eftir gluggann fengu öll lið undankeppninnar einkunn. í rökstuðning með einkuninni sagði FIBA:
“Ísland vill líklega gleyma þessum glugga. Gekk illa sóknarlega í báðum leikjum sínum. Leiðtogi þeirra Helena Sverrisdóttir var ekki með í leikjunum og vantaði þeim þá reynslu. Leikmenn þeirra litu ekki út fyrir að ráða við verkefnið. Ísland er þó með mjög hæfileikaríka unga leikmenn, en það er mikil vinna fyrir höndum. Ljósi punkturinn var Sara Rún Hinriksdóttir, sem komst í úrvalslið seinni leikdagsins með frammistöðu sinni gegn Búlgaríu”
Hér er hægt að lesa allar einkunnir liða úr glugganum