Hafi það verið einhverjum vafa undirorpið að Ísland komist á EM, þá tók FIBA Europa af allan vafa um það seint í gærkvöldi, en þeir birtu þá fréttatilkynningu um þær þjóðir sem hafa unnið sér sæti inni á EM.
Í fréttatilkynningunni segir meðal annars: “Georgia, Italy and Poland also topped their respective groups to clinch direct qualification. They were joined by the six best second-placed teams, namely Czech Republic, F.Y.R. of Macedonia, Germany, Iceland, Netherlands and Russia.”
Í einfaldri þýðingu útleggst þetta þannig að Ísland er ein þeirra sex þjóða með bestan árangur í 2. sæti, og kemst þar með inn á EM.
Alls taka 24 þjóðir þátt á Eurobasket 2015, en flestar þeirra eru fastagestir á stórmótum í körfubolta. Það gerir árangur Íslands enn markverðari.
Belgium
Bosnia and Herzegovina
Croatia
Czech Republic
Estonia
Finland
France
F.Y.R. of Macedonia
Georgia
Germany
Greece
Iceland
Israel
Italy
Latvia
Lithuania
Netherlands
Poland
Russia
Serbia
Slovenia
Spain
Turkey
Ukraine
Ekki hefur enn verið ákveðið hvar Evrópumótið verður á næsta ári, en upphaflega átti mótið að fara fram í Úkraínu. Vegna óróans þar í landi ákvað FIBA Europe að færa þyrfti mótið annað, en ákvörðun um hvar mótið verður haldið verður tekin í byrjun september.