spot_img
HomeFréttirFeykir TV: Kátir krakkar á Króksamóti

Feykir TV: Kátir krakkar á Króksamóti

Króksamót Tindastóls var haldið um helgina í Síkinu. Mótið sem er það þriðja í röðinni er kennt við lukkudýr körfuknattleiksdeildar, Króksann. Um 120 krakkar tóku þátt í mótinu frá fimm félögum. Þátttakendur komu frá Þór Akureyri, Smáranum Varmahlíð, Fram Skagaströnd og Kormáki Hvammstanga auk Tindastóls.
 
Á Tindastóll.is kemur fram að áhersla sé lögð á leikgleði í mótinu, engin stig eru talin þó allir séu vissulega með á hreinu hver vinnur! Fyrstu leikirnir hófust kl. 10 en um kl. 2 var gert hlé á mótinu þar sem George Valentine sýndi troðslur við mikinn fögnuð krakkanna.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -