spot_img
HomeNeðri deildir2. deild karlaFerskir árbæingar kraftmiklir í Varmá höllinni

Ferskir árbæingar kraftmiklir í Varmá höllinni

Fylkismenn mættu á heimavöll Aftureldingar í Varmá á köldum en björtum sunnudegi 13. október. Það var vel mætt í stúkuna í Mosfellsbæ þar sem ungirleikmenn í báðum liðum eru margir hverjir að taka snemmbúin skref í meistaraflokki þar sem þeir eru að fá meiri ábyrgð á vellinum. Andinn í húsinu var því góður báðum meginn þar sem ungir og ferskir leikmenn hituðu upp en ljóst var strax að hér stefndi ekki neinn Lurkabolta.

Leikurinn byrjaði nokkuð vel hjá Fylkismönnum og komust þeir í  9-3 og ljóst að þeir væru mættir til að láta finna fyrir sér.  Eftir tvo tapleiki voru leikmenn Aftureldingar ekki á því að missa leikinn frá sér og settu kraft í leikinn og komust í 22-16 í seinni hluta fyrsta fjórðungs sem endaði 24-21 fyrir Aftureldingu.

Bæði lið komu með kraft inní 2. Leikhluta og ljóst var að hiti var á bekk Aftureldingar en tæknivilla var veitt fyrir að kvarta í dómaranum. Afturelding leiddi 2. Leikhluta inn í hálfleik með stöðuna 49-43 og leit út fyrir að Afturelding ætlaði ekki að gefa frá sér leikinn. Hlynur Ingólfsson leikmaður Aftureldingar var leiddi stigaskor fyrir heimamenn í fyrri hálfleik með 10 stig en Erik leiddi fyrir gestina með 17 stig í fyrri hálfleik en hann átti eftir að reynast vel fyrir Fylki í seinni hálfleik.

Þriðji leikhluti byrjaði vel fyrir Aftureldingusem komust í 53-43 strax í upphafi en Óðinn hjá Fylki var ekki á því og setti niður körfu ásamt villu og minnkaði muninn í 53-47, Afturelding gaf ekki eftir og setti leikinn í 57-47 en Fylkismenn komu til baka og fór Erik á flug fyrir gestina og setti hvorki meira eða minna en 12 stig á stuttum kafla til að koma Fylkismönnum í 65-62 þeim í vil en leikhlutinn endaði 75-72 fyrir gestunum og reyndist það minnsti munurinn á milli liðanna en Fylkismenn héldu Aftureldingu í 8-10 stigum mun þangað til á lokamínútum leiks en leikurinn endaði 85-101 fyrir Fylki.

Mikill fögnuður braust út meðal Fylkismanna við lok leiks þar sem vel var mætt á bekkinn og talsverð stemming í hópnum.

Elvar Máni í Aftureldingu og Þórarinn í Fylki gáfu áhorfendum létta sunnudags-sýningu með nokkrum skemmtilgum troðslum.

Fylkismenn fara heim með þrjá sigra og 1 tap, þeir sitja því í 2. Sæti með 6 sigra. Nýliðar 2. deildar Aftureldingar þurfa að nýta vetrarfríið vel og undirbúa næsta leik en þriðji tapleikurinn í deildinni í röð er staðreynd.

Stigahæstu menn:

  • Fyrir heimamenn var Hlynur Logi með 27 stig
  • Hjá gestunum var Erik með heil 40 stig fyrir gestina og virðist sem heimamenn hafi algjörlega sofið á verðinum hjá þessum leikmanni en Þórarinn með 25 stig.

Staðan í deildinni

Fréttir
- Auglýsing -