spot_img
HomeFréttirFernandez til Madríd?

Fernandez til Madríd?

 
Eurobasket.com hefur það eftir nokkrum mismunandi heimildum að Rudy Fernandez muni leika með Real Madrid á meðan verkfallinu í NBA stendur. Vefsíðan segir að Fernandez hafi í raun gert fjögurra ára samning við Madrídinga að andvirði 12milljón Evra.
Fernandez muni leika með Madríd á komandi tímabili uns verkfalli verði aflétt í NBA en þá snúi hann aftur til Dallas og að lokinni leiktíðinni í NBA muni hann halda til Madríd og leika með þeim út tímabilið 2014-2015.
 
Síðastliðin þrjú ár hefur Fernandez leikið með Portland Trail Blazers og gerði 8,2 stig, tók 2,2 fráköst og gaf 2,4 stoðsendingar að meðaltali í leik á síðasta tímabili en var skipt til Dallas fyrir tveimur mánuðum.
 
Samningurinn við Madríd hefur þó enn ekki fengist opinberlega staðfestur.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -