spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaFerill Jóns Arnórs í myndum - Frá Dallas til Hlíðarenda

Ferill Jóns Arnórs í myndum – Frá Dallas til Hlíðarenda

Jón Arnór Stefánsson er hættur körfuknattleiksiðkunn og lagði skóna á hilluna eftir tap gegn KR í gær. Þetta staðfesti hann í viðtali við Körfuna í gær og hefur verið mikið rætt og ritað um feril hans síðan í gær.

Síðasti leikur Jóns var með Val er liðið tapaði fyrir KR í rosalegri seríu í 8. liða úrslitum Dominos deildar karla. Jón fór útaf með 5 villur í fjórða leikhluta og endaði með 9 stig.

Jón Arnór kom víða við á sínum ferli og var mjög sigursæll með sínum liðum. Karfan.is hefur verið starfrækt meirihluta hans ferils og því leynist mikill fjöldi af myndum af ferli hans í ríkulegu myndasafni síðunnar. Við þetta tækifæri var því við hæfi að rifja upp skemmtileg augnabil og myndir.

Brotabrot af því besta má finna hér að neðan:

Árið er 1997 og 9. flokkur hjá KR er Íslandsmeistari í körfubolta. Jón Arnór er nr 9 á myndinni.

Jón Arnór Stefánsson lék sinn fyrsta landsleik árið 2000, þá 18. ára.
Eins og flestir vita var Jón Arnór á mála hjá Dallas Mavericks árin 2003-2004.
Jón Arnór varð ítalskur bikarmeistari árið 2006
Jón Arnór sneri aftur eitt tímabil 2008-2009 og varð Íslandsmeistari með stjörnumprýdduliði KR
Landsleikur gegn Austurríki 2009
Jón og Haukur léku á móti hvorum öðrum árið 2012 í spænsku úrvalsdeildinni þar sem Manresa sem Haukur Helgi lék með heimsótti Zaragoza sem Jón lék með – Mynd / Skúli Sig
Árið 2010 lék Jón með Granada og mætir hér Rafa Martinez leikmanni Valencia
Árið 2013 fylgdi Karfan Jóni í einvígi gegn Real Madrid í úrslitakeppni spænsku úrvalsdeildinni. Hér hitar hann upp fyrir leikinn.
Mynd/ Skúli Sig
Jón Arnór lék með Zaragosa í spænsku ACB deildinni – Hér fagnar hann 100 leikjum með félaginu
2014 gekk Jón til liðs við Unicaja Malaga
Íslenska landsliðið tryggði sæti á evrópumótinu 2015 þrátt fyrir tap gegn Bosníu. Mikil fagnaðarlæti brutust út eftir leik –
Mynd – Gunnar Freyr Stefánsson
Jón Arnór Stefánsson var valinn Íþróttamaður ársins árið 2014. Hér má sjá foreldra hans með verðlaunagripinn ásamt formanni og varaformanni KKÍ.
Körfuknattleiksdómarinn Kristinn Óskarsson er gallharður stuðningsmaður Unicaja Malaga í ACB deildinni á Spáni. Kristinn var viðstaddur viðureign Unicaja og Bilbao árið 2015 í góðra vina hópi en um tíu íslenskir áhorfendur voru í stúkunni og sáu Unicaja Malaga koma sér betur fyrir á toppi deildarinnar með sigri.
Eurobasket 2015 gegn Þýskalandi Mynd: Jón Björn
Jón Arnór á Eurobasket 2015 gegn Ítalíu. Mynd: Skúli Sig
Jón Arnór lauk atvinnumannaferlinum í Evrópu með Valencia árin 2015-2016
Jón á æfingu með landsliðinu í Sviss 2016 í undankeppni fyrir Eurobasket 2017 –
Mynd-Ólafur Þór
Jón Arnór sneri aftur heim í ágúst 2016 og samdi við KR. Mynd: Ólafur Þór
Bikarmeistari 2017. Mynd: Bára Dröfn
Mynd: Bára Dröfn
KR Íslandsmeistarar 2017. Mynd: Bára Dröfn
Jón Arnór var valinn besti leikmaður Dominos deildar karla árið 2017. Mynd: Davíð Eldur
Eurobasket 2017. Mynd: Skúli Sig
Jón gegn stórstjörnu Dallas Mavericks Luka Doncic á Eurobasket 2017. Mynd: Skúli Sig
Í leik gegn Belgíu 2018. Mynd. Ólafur Þór

Mynd: Bára Dröfn
22. janúar 2019 lék Jón Arnór ásamt Hlyni Bæringssyni kveðjuleik sinn með landsliðinu. Jón lék þar sinn 100. landsleik.
Mynd: Ólafur Þór
Mynd: Ólafur Þór
Mynd: Bára Dröfn
Íslandsmeistari 2019
Jón Arnór söðlaði um og samdi við Val sumarið 2020 um að leika með liðinu á þessari leiktíð. – Mynd: Ólafur Þór
Síðasti leikur Jóns Arnórs á ferlinum með Val í tapi gegn KR. Mynd: Guðlaugur Ottesen
Síðasti leikur Jóns Arnórs á ferlinum með Val í tapi gegn KR Mynd: Guðlaugur Ottesen
Síðasti leikur Jóns Arnórs á ferlinum með Val í tapi gegn KR – Æskuvinirnir og fyrrum liðsfélagar faðmast að leik loknum Mynd: Guðlaugur Ottesen

Fréttir
- Auglýsing -