spot_img
HomeFréttirFer ekki til Arizona State

Fer ekki til Arizona State

Miðherjinn efnilegi Friðrik Leó Curtis mun ekki ganga til liðs við Arizona State í bandaríska háskólaboltanum á komandi tímabili. Staðfestir umboðsmaður hans Johann Mpondo þetta við blaðamanninn Joe Tipton.

Leó hafði áður verið ákveðinn að ganga til liðs við Arizona State, en hann hefur verið í CATS Academy prep skólanum á yfirstandandi tímabili.

Leó mun þó enn geta valið sér annan skóla til þess að leika fyrir á næsta tímabili, en samkvæmt heimildum gat hann valið úr fjölmörgum öðrum skólum á sínum tíma er hann valdi Arizona State.

https://twitter.com/TiptonEdits/status/1913249691032047761
Fréttir
- Auglýsing -