spot_img
HomeBikarkeppniFer bikarinn aftur í Hólminn? "Verðum 100% þegar við mætum á völlinn"

Fer bikarinn aftur í Hólminn? “Verðum 100% þegar við mætum á völlinn”

Undanúrslit Geysisbikars kvenna fara fram í dag með tveimur leikjum. Karfan hitar upp fyrir leikina með upphitun og viðtölum við leikmenn og þjálfara allra liða.

Næst er lið Snæfells sem mætir Val í undanúrslitum kl. 20:15 í kvöld.

 

Snæfell

Snæfell er nú komið í undanúrslit bikarsins í áttunda skiptið. Fyrst fóru þær árið 1982, en þá tapaði liðið fyrir KR með einu stigi, 63-62. Eftir það tóku þær sér 30 ár pásu frá undanúrslitunum, eða þangað til árið 2012. Síðan þá hafa þær alltaf verið í fjögurra liða úrsliunum. Í þrjú skipti hafa þær komist í úrslitaleikinn og í aðeins eitt hafa þær unnið bikarinn, en það var árið 2016.

Leið liðsins í úrslitaleikinn var nokkuð kaflaskipt. Í 16 liða úrslitunum fóru þær nokkuð auðveldlega í gegnum fyrstu deildar lið Þórs með 110 stigum gegn 36. Leikur þeirra í átta liða úrslitunum var öllu meira spennandi, en þar unnu þær Íslandsmeistara Hauka með 72 stigum gegn 68.

Eftir að hafa byrjað veturinn nokkuð sterkt, hefur Snæfell gefið eilítið eftir og er nú í fjórða sæti deildarinnar fjórum stigum fyrir aftan Val, sem er í þriðja sætinu og sex stigum fyrir aftan KR og Keflavík, sem eru efst. Form liðsins síðustu vikur ekki upp á marga fiska. Í síðustu fimm leikjum sínum hafa þær aðeins unnið einn.

Undanúrslitaviðureign: Gegn Vali miðvikudaginn 13. febrúar kl. 20:15

Síðasti leikur þessara liða í deild: Valur 78-70 Snæfell – 5. janúar 2019

Viðureign í 8 liða úrslitum: 72-68 sigur á Haukum

Viðureign í 16 liða úrslitum: 110-36 sigur á Þór

Fjöldi bikarmeistaratitla: 1

Síðasti bikarmeistaratitill: 2016

 

Fylgist með: Gunnhildi Gunnarsdóttur

Gunnhildur hefur verið ein besta körfuknattleikskona landsins síðustu ár. Fór í barneignarleyfi fyrir síðasta tímabil, en hefur verið að koma til baka. Þá sérstaklega síðustu vikur og mánuði. Er með 11 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar að meðaltali í leik það sem af er tímbili. Sé aðeins litið til síðustu 6 leikja hennar í deild er hún að skora 15 stig, taka 5 fráköst og gefa 2 stoðsendingar í leik. Verður fróðlegt að sjá hvernig þessi fyrrum körfuknattleikskona ársins (2016) verður á stóra sviðinu í kvöld.

 

Aukasendingin: Hitað upp fyrir bikarvikuna í aukaþætti

 

Viðtöl:

Fréttir
- Auglýsing -