spot_img
HomeFréttirFékk aðhlynningu hjá andstæðingunum

Fékk aðhlynningu hjá andstæðingunum

15:46 

{mosimage}

 

(Páll fær aðhlynningu á Njarðvíkurbekknum)

 

 

Páll Axel Vilbergsson fór á kostum í gær í viðureign Njarðvíkur og Grindavíkur í leik um meistara meistaranna í körfuknattleik sem fram fór í Ljónagryfjunni. Páll Axel gerði 25 stig í leiknum og var allt í öllu í Grindavíkurliðinu.

 

Í síðari hálfleik þegar Páll hélt eitt sinnið á vítalínuna tók hann af sér umbúðir sem voru á hægri olnboga hans þar sem blætt hafði úr fyrr í leiknum. Kristinn Óskarsson, einn þriggja dómara leiksins, benti Páli á að hann þyrfti annað hvort að fara af leikvelli eða fá umbúðir á sárið hið snarasta.

 

Páll rauk þá á bekkinn hjá Njarðvíkingum og fékk þar skjóta og góða aðhlynningu hjá sjúkraþjálfara liðsins. Þó menn takist hart á inni á vellinum þá gætir fyllsta bróðerni á meðal þeirra annars vegar. Ekki fylgir sögunni hvort Njarðvíkingar munu senda Páli reikning fyrir vinnu sjúkraþjálfara síns.

 

Frétt og mynd af www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -