spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaFarið upp um deild tvö ár í röð og snýr nú aftur...

Farið upp um deild tvö ár í röð og snýr nú aftur í Skallagrím

Borgnesingar eru á fullu að endurheimta leikmenn sína sem hafa verið á ferð síðustu ár en fyrr í dag var staðfest að Davíð Guðmundsson hefði samið á ný við liðið. Davíð kemur frá Fjölni þar sem hann hjálpaði liðinu að komast upp í efstu deild.

Í tilkynningu Borgnesinga segir: „Davíð, sem leikur stöðu framherja, er uppalinn Skallagrímsmaður og lék með meistaraflokki í nokkur ár áður en hann fór í raðir Fjölnismanna. Hann er fæddur og uppalinn á Hvanneyri og er 25 ára gamall.“

„Ánægja er með að fá Davíð aftur í gult og grænt en samningur hans er til tveggja ára.“

Davíð hefur því núna farið upp um deild tvö ár í röð og í raun í þrjú af síðustu fjórum tímabilum. Fróðlegt verður að sjá hvort hann geti haldið uppi þessum árangri. Borgnesingar hafa einnig endurheimt Kristófer Gíslason frá Hamri en frekari fregna er að vænta frá liðinu. Manuel Rodriquez tók við þjálfun liðsins í sumar eftir að Finnur Jónsson hætti með liðið eftir nýliðið tímabil.

Fréttir
- Auglýsing -