Fanney Ragnarsdóttir hefur samið við lið Fjölnis um að leika með liðinu í 1. deild kvenna á komandi leiktíð. Fanney lék með Haukum síðasta tímabilið.
Þessi 21. árs bakvörður er uppalin hjá Fjölni en varð Íslandsmeistari með Fjölni á síðustu leiktíð. Þar lék hún 36 leiki og var með 1,8 stig að meðaltali í leik.
Fanney hefur nú ákveðið að snúa til baka til uppeldisfélagsins en hún hefur leikið æfingaleiki með félaginu síðustu vikur en félagaskiptin voru staðfest í kvöld.
Fjölnir ætlar sér stóra hluti í 1. deild kvenna á komandi leiktíð en liðið rétt missti af sæti í Dominos deildinni á síðustu leiktíð er liðið tapaði gegn KR í úrslitaeinvíginu. Halldór Karl Þórsson er tekinn við liðinu og þá hafa Alexandra Petersen og Sara Diljá Sigurðardóttir samið við liðið um að leika þar á komandi leiktíð.