Undir 18 ára stúlknalið Íslands mátti þola tap í kvöld gegn Svíþjóð á Evrópumótinu í Ploiesti í Rúmeníu. Leikurinn var sá annar sem liðið leikur í milliriðil í umspili um sæti 9 til 18 á mótinu, en í gær lögðu þær Rúmeníu. Næsti leikur Íslands í milliriðlinum er á morgun laugardag kl. 18:00 að íslenskum tíma gegn Úkraínu.
Fréttaritari Körfunnar í Ploiesti ræddi við þær Fanneyju Maríu Freysdóttur og Báru Björk Óladóttur um leikinn gegn Svíþjóð og lokaleik liðsins í milliriðlinum á morgun gegn Úkraínu.