Fyrrum landsliðskonan Fanney Lind G. Thomas er komin með félagaskipti úr Subway deildar félagi Breiðabliks til Aþenu í fyrstu deildinni.
Fanney er 31 árs framherji sem síðast lék fyrir Breiðablik tímabilið 2020-21, en þá skilaði hún 4 stigum, 3 fráköstum og stoðsendingu að meðaltali í leik. Fanney hefur leikið með meistaraflokki sex félaga, en ásamt Breiðablik og uppeldisfélagi sínu í Hamri hefur hún áður leikið fyrir Fjölni, Þór Akureyri, Skallagrím og Val. Þá hefur hún einnig leikið þrjá leiki fyrir íslenska landsliðið.
Hjá Aþenu mun Fanney geta leikið með dóttur sinni Mariu Lind Dalmay, sem hefur þrátt fyrir ungan aldur verið að spila yfir 20 mínútur að meðaltali með félaginu það sem af er tímabili.
Aþena er að leika sitt fyrsta tímabil í fyrstu deildinni þennan veturinn og hefur það sem af er unnið einn leik og tapað þremu.