Fanney L. Thomas Guðmundsdóttir er hætt hjá Val og mun ekki leika meira með Hlíðarendakonum á þessari leiktíð. Þungur biti fyrir Valskonur sem eiga í mikilli baráttu þessi dægrin um sæti í úrslitakeppni Domino´s deildarinnar.
Karfan.is náði tali af Fanney sem vildi sem minnst gefa upp um málið en sagði að tímabært væri að leiðir myndu skilja núna við félagið.
Fanney gerði 8,1 stig og tók 5,1 frákast að meðatali í leik í þeim 20 leikjum sem hún lék fyrir Val á leiktíðinni.