Undir 16 ára stúlknalið Íslands lagði Litháen í dag í umspili um sæti 5 til 8 á Evrópumótinu í Podgorica, 62-64. Sigurinn þýðir að lokaleikur Íslands verður um 5. sæti mótsins, en hann fer fram á morgun kl. 14:00 gegn sigurvegara viðureignar Bretlands og Rúmeníu sem fram fer seinna í dag.
Karfan spjallaði við Fanney Freysteinsdóttur eftir leik í Podgorica.
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil