spot_img
HomeFréttirFannar Ólafsson: Skyldusigur gegn vængbrotnum Keflvíkingum

Fannar Ólafsson: Skyldusigur gegn vængbrotnum Keflvíkingum

11:14 

{mosimage}

Miðherjinn Fannar Ólafsson gerði 10 stig og tók 11 fráköst gegn sínum gömlu félögum í Keflavík í gær þegar KR náði sigri í Sláturhúsinu 80-91. Þetta var í fyrsta sinn sem Fannar leikur í Sláturhúsinu gegn Keflavík en þegar liðin mættust í fyrra var Fannar meiddur. Annar Keflvíkingur, Gunnar Stefánsson, lék með KR í gær en hann skipti í sumar yfir til KR frá Keflavík. Gunnar setti einn þrist á sína gömlu félaga svona rétt til að minna aðeins á sig.

 

Fannar hefur í landsliðsprógramminu í sumar og á undirbúningstímabilinu misst 6 kíló frá því í fyra og telur nú að hann sé að komast í gott form.

,,Ég verð að gefa Keflavík það að þeir voru með rosalega sterka menn úti en sigur var mjög sætur. Við vissum að þetta yrði erfitt fyrir Keflavík og það munar um minna að vera ekki með Jonna og Danann sem er 210 sm að hæð,” sagði Fannar í samtali við Karfan.is að leik loknum í Sláturhúsinu í gær. ,,Það má segja að þetta hafi verið skyldusigur fyrir okkur gegn vængbrotnu Keflavíkurliði.”

 

Fyrir þessa leiktíð fengu Keflvíkingar til sín Jeremiah Sola sem hefur átt góðu gengi að fagna með KR í upphafi leiktíðar. ,,Sú mikla ábyrgð sem hvíldi á mér að skora mikið í fyrra hefur minnkað aðeins í ár og ég þarf ekki alltaf að vera að hugsa svona mikið um það að skora. Það þýðir bara að ég get spilað vörnina betur. Ég er mun heilbrigðari núna og er ekki að drepast svona í hnéinu eins og í fyrra,” sagði Fannar sem er búinn að raka af sér 6 kíló. ,,Ég æfði vel í sumar og vildi vera léttur svo ég gæti þolað álagið í allan vetur. Það er að skila sér í rólegheitum.2

 

Viss stöðugleiki virðis vera kominn í lið KR-inga sem var ekki fyrir hendi í fyrra og vill Fannar meina að það megi rekja að einhverju leiti til Tysons Patterson. ,,Við erum með frábæran leikstjórnanda í Tyson og það er auðvelt að setja boltann í hendurnar á honum og láta hann búa eitthvað til. Þegar svo er búið þá gerast góðir hlutir,”sagði Fannar að lokum.

Fréttir
- Auglýsing -