spot_img
HomeFréttirFannar Helgason : kominn tími á okkur að vinna einn góðan leik

Fannar Helgason : kominn tími á okkur að vinna einn góðan leik

23:40
{mosimage}
(Fannar Helgason í leik með sínu gamla liði, ÍR.  Mynd úr safni)

Fannar Helgason , leikmaður Stjörnunnar, var að vonum nokkuð sáttur með stigin tvö eftir sigur á Skallagrím í IE deildinni.  Stjaran var sterkari aðilinn frá upphafi til enda og strax á upphafsmínútnum sýndu heimamenn hvað koma skildi.  Fannst Fannari þetta vera eins og auðveld æfing? “ Þeir eru búnir að missa frekar mikið Skallagrímsmennirnir þannig að þetta var frekar auðvelt þannig séð.  Við þurftum á þessu að halda, taka einn góðan leik.  Við erum búnir að vera að spila eins og #$@&∆ og byrja leiki illa þannig að það var kominn tími á okkur að vinna einn góðan leik”.  
Þegar leið á leikinn og augljóst varð í hvað stefndi breyttist leikurinn mikið og skipulagður körfubolti hvarf fljótt í seinni hálfleik.  Er ekki erfitt að halda skipulagi þegar munurinn er orðinn þetta stór? “ Jú, þetta verður alltaf bölvuð vitleysa en það er fínt að leyfa ungu strákunum að koma og spreita sig og þeir stóðu sig rosa vel hjá okur, Haffi og Helgi.  Það er gaman að sjá þá spila”.  

Það hefur verið mikið í umræðunni í íslenskum körfubolta að mörg lið hafa þurft að gefa erlenda leikmenn uppá bátinn vegna fjárhagslegra örðuleika.   Stjarnan þurfti það hins vegar ekki og finnst Fannari það auka pressuna á liðinu að standa sig vel?  “  Jújú, við eigum helling inni.  En pressa?  Við erum ekki með neinn landsliðsmann eins og mörg þessi lið.  Keflavík er með tvo landsliðsmenn, KR er með byrjunarliðið í landsliðinu.  Þetta útlendingakjaftæði, við erum nátturulega bara með einn útlending, Jovan er íslendingur.  En ég held að við séum ekki með hæsta launakostnaðinn í deildinni.  Ég læt þetta ekki trufla mig”.  

Fréttir
- Auglýsing -