Tveir leikir eru á dagskrá bikarúrslita meistaraflokka í Smáranum í dag. Í fyrri leik dagsins eigast við Njarðvík og Grindavík í úrslitaleik VÍS bikars kvenna. Þar á eftir er svo leikur KR og Vals í VÍS bikar karla.
Upphitun fyrir leikina verður í Grænu stofunni á Kópavogsvelli þar sem hægt verður að fá sér kalda drykki. Græna stofan opnar kl. 12:00 og lokar kl. 18:00, en fyrir þá sem eru ekki með miða á völlinn þá verða leikirnir í beinni útsendingu í Grænu stofunni.
Brasserie Kársnes mun svo bjóða upp á hamborgara fyrir utan Smárann og pítsur verða seldar í sjoppunni í Smáranum. Bæjarins Beztu verða einnig á staðnum með pylsur.
Hérna er viðburðurinn á Facebook