Fyrri undanúrslitaleikur Geysisbikarsins lauk fyrir stundu og er ljóst að Grindavík leikur til úrslita. Liðið vann 74-91 sigur á Fjölni í frábærum undanúrslitaleik.
Fjölnismenn voru með yfirhöndina fram í þriðja leikhluta en þá seig Grindavík framúr og var öflugra á lokasprettinum.
Karfan spjallaði við Fal Harðarson, þjálfara Fjölnis, eftir leik í Laugardalshöllinni.