Körfuboltagoðsögnin Einar Ólafsson er látinn 96 ára að aldri. Hann lést 12. mars á hjúkrunarheimilinu Eir.
Einar, sem var oft kallaður faðir körfuboltans hjá ÍR, var einn af fremstu körfuboltaþjálfurum Íslands þegar íþróttin var að stíga sín fyrstu sport hér á landi á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og vann fjöldan allan af Íslandsmeistaratitlum með kvenna- og karlaliðum ÍR. Hjá ÍR þjálfaði Einar í nærri hálfa öld, bæði meistara- og yngri flokka, en einnig þjálfaði hann ýmis landslið Íslands á ferlinum.
Einar var útnefndur heiðursfélagi ÍR, fékk heiðurskross KKÍ og einnig gullmerki KKÍ fyrir störf sín í þágu körfuboltans á Íslandi.
Mynd:KKI.is