spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaFá bikarinn afhentan í kvöld

Fá bikarinn afhentan í kvöld

ÍA tryggði sér sigur í fyrstu deild karla með sigri gegn Fjölni í Dalhúsum fyrir viku síðan, og þar með sæti í Bónus deild karla á næstu leiktíð.

Bikarinn fær ÍA afhentan í kvöld á heimavelli sínum á Akranesi er liðið mætir Ármanni kl. 19:15, en það verður framkvæmdastjóri KKÍ Hannes Jónsson sem mun afhenda þeim bikarinn.

Fyrir leik mun ÍA, í samstarfi við Kung Fu og Keilusalinn, vera með tilboð á kjúklingavængjum í Keilusalnum á Vesturgötu frá kl. 17:00 – 20:00 og eftir leik er stuðningsfólki boðið að fagna titlinum með þeim í Keilusalnum.

Fréttir
- Auglýsing -