Hrunamenn lögðu Sindra í kvöld á Flúðum í fyrstu deild karla, 94-89. Eftir leikinn er Sindri jafn Breiðablik, Hamri og Álftanesi að stigum, með 12, í efsta sæti deildarinnar á meðan að Hrunamenn eru í 7.-9. sætinu ásamt Selfoss og Fjölni með 6 stig.
Karfan spjallaði við Eyþór Orra Árnason, leikmann Hrunamanna, eftir leik á Flúðum.