Undir 20 ára karlalið Íslands lagði Noreg nokkuð örugglega í dag á Norðurlandamótinu í Södertalje, 104-86. Ísland fer því með tvo sigra úr þriggja liða riðil sínum og leika næst á laugardaginn í undanúrslitum mótsins.
Karfan spjallaði við Eyþór Lár Bárðarson eftir leik í Södertalje, en hann skilaði 5 stigum, frákasti, 2 stoðsendingum og stolnum bolta á tæpum 14 mínútum spiluðum.
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil